Dagsetning
27. september - 10. október
Staðsetning
Þjóðleikhúsið, Kúlan, Höfuðborgarsvæðið
Aðgangseyrir
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Landmark - sönn ást Íslands og Danmerkur

Þjóðleikhúsið, Kúlan, Höfuðborgarsvæðið

Pétur og Margrét eru komin í öngstræti í hjónabandi sínu. Þau sitja í síðasta viðtalstímanum við hjónabandsráðgjafann Landmark sem reynir að tengja saman það mikla bil sem er orðið milli þeirra. Pétur kom stormandi inn í líf hennar, lífsreyndur og sjarmerandi útlendingur sem giftist hinni íslensku Margréti kornungri og hafði þar með mikil áhrif á uppvöxt hennar. Eftir því sem leið á sambandið fór Margrét að langa að vera sjálfstæðari, enda ríkt í íslenskum stúlkum að vera sterkar og sjálfstæðar konur. Sambandsörðugleikar jukust eftir því sem á leið og eftir mikið þref er svo komið að þau hafa þroskast í sitthvora áttina og Margrét heimtar skilnað.

 

Sagan er kunnugleg: Ísland var innlimað í konungsdæmi Danmerkur árið 1380 og þurfti þjóðin að lúta í lægra haldi fyrir dönsku ægivaldi á mörgum vígstöðvum í eigin samfélagi. Kaupmannahöfn varð nýja fyrirmynd Íslands, einokunarverslun danskra kaupmanna blómstraði, dönsk áhrif á íslenska menningu voru óumflýjanleg og Danir  sigursælli í knattspyrnu.

 

Leikararnir Jana María Guðmundsdóttir og Jakob Agermose Pedersen leika sér með sögulegar staðreyndir og bregða sér í ólíklegustu hlutverk, m.a. Jörundar Hundadagakonungs sem veitti Íslendingum frelsi í 100 daga, fínnar frúar sem talar bara dönsku á sunnudögum og auðvitað Jóns Sigurðssonar þegar við ákváðum að læðast út úr fundarherberginu með Dönum og lýsa yfir sjálfstæði 1944 á meðan Danmörk var enn hersetin af Þjóðverjum og gat enga rönd við reist. Allt þetta og meira til í aðeins fjórtán búningum og tveimur hárkollum. Jú, og á fimm tungumálum.

 

Skoðaðu viðburðarríka sögu Íslands og Danmerkur í nýju ljósi í þessu klukkutíma langa ferðalagi í Kúlunni, Þjóðleikhúsinu með fjórtán búninga og tvær hárkollur að vopni. Frumsýnt í september 2018.

 

Leikarar: Jana María Guðmundsdóttir, Jakob Agermose Pedersen.

Leikstjóri: Tryggvi Gunnarsson

Dramatúrg: Charlotte Bøving

Tungumál: Íslenska, danska, enska, franska, svahílí.

 

Efst á baugi