Dagsetning
7. apríl
kl. 14:00-15:00
Skipuleggjendur
Aðgangseyrir
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Leiðsögn - Tak i lige måde: Jeannette Ehlers og Tinne Zenner

Hafnarhús, Höfuðborgarsvæðið

Í tengslum við sýninguna Tak i lige måde: Samtímalist frá Danmörku sem nú stendur yfir í Hafnarhúsi býður Listasafn Reykjavíkur upp á dagskrá sem kallast á við efni sýningarinnar. Þar eru verk fjögurra listamanna sem fjalla hver með sínum hætti um nýlendustefnu, fólksflutninga, þjóðarsjálfsmynd og landamæri. Laugardaginn 7. apríl kl. 14.00 segja tveir listamenn sýningarinnar frá verkum sínum, Jeannette Ehlers og Tinne Zenner.

Verk Jeanette Ehlers endurspegla þríþætta sögu danskrar nýlendustefnu sem byggði á viðskiptum á milli Afríku, Vesturindía og Danmerkur. Danska nýlendan við Gullströndina var miðstöð þrælaverslunar við nýlendur Dana í Karabíska hafinu þangað sem tugþúsundir manna voru sendir í þrældóm. Þar framleiddu þeir varning, eins og sykur, romm og kaffi, sem sendur var til Danmerkur og víðar. Jeannette tekst í verkum sínum á við þennan kafla í nýlendusögu Danmerkur.

Í nýju kvikmyndaverki Tinnu Zenner fáum við innsýn í líf og störf íbúa í bænum Nuuk á Grænlandi. Litið er til snævi þakinna fjalla og jökla allt um kring. Yfir myndinni er texti fluttur á grænlensku sem greinir frá menningarlegum núningi á milli frumbyggja Grænlands og danskra nýlenduherra. Textinn opnar fyrir skilning á ólíkri virkni tungumála og því valdi sem í þeim er falið.

Sýningin og dagskráin eru hluti af aldarafmælishátíð fullveldis Íslands.

Artist Talk - Tak i lige måde: Contemporary art from Denmark. Artists Jeannette Ehlers and Tinne Zenner will talk about their works on the exhibition Tak i lige måde: Contemporary art from Denmark, in Reykjavík Art Musuem, Hafnarhús.