Dagsetning
13. janúar
Aðgangseyrir
Nei
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Ljóðaupplestur og söngur

Norræna húsið, salur, Höfuðborgarsvæðið

Dansk-íslenska félagið stendur fyrir ljóðaupplestri á dönsku og íslensku ásamt söng þar sem dönsk sönglög verða sungin með þýddum textum. Úrval ljóða Norðurlandaráðsverðlaunahafans og ljóðskáldsins, Piu Tafdrup, hefur verið þýtt á íslensku. Þýðandinn og skáldið Sigríður Helga Sverrisdóttir mun lesa þau upp á íslensku en Gísli Magnússon, lektor í dönskum bókmenntum við Háskóla Íslands, mun lesa þau á dönsku.

Síðan syngur ung söngkona, Hörn Hrafnsdóttir, dönsk sönglög með þýddum textum við undirleik Hólmfríðar Sigurðardóttur.

Þá hefur Þórður Helgason, lektor og skáld, og 10 nemendur hans á námskeiði er nefnist "Skapandi skrif" þýtt ljóð úr dönsku eftir Poul Larsen sem þeir munu lesa upp.