Dagsetning
27. október
kl. 13:00-17:00
Skipuleggjendur
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Stykkishólmur í aðdraganda Fullveldis

Amtsbókasafnið í Stykkishólmi, Vesturland

Amtsbókasafnið í Stykkishólmi, Vesturland

Þann 27. október  mun Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla og Ljósmyndasafn Stykkishólms opna sýningu á ljósmyndum tengdar tíðaranda bæjarins er Ísland fékk fullveldi. Þar verður einnig fjallað um tengsl Jóns Sigurðssonar við ýmsa framfaramenn búsetta í Stykkishólmi á 19. öld, sem áttu við hann bréfaskipti. Ber þar helst að nefna Árna Thorlacius og séra Eirík Kúld sem voru ötulir stuðningsmenn Jóns Sigurðssonar og baráttu hans.

Sýningin mun miðla sögu Stykkishólms í aðdraganda þess að Ísland fékk fullveldi. Fjallað verður um Bjarna Thorsteinsson, amtmann Vesturamtsins, og áhrif hans á stofnun Amtsbókasafns, apóteks og embætti héraðslæknis í Stykkishómi. Einnig verður fjallað um Stykkishólmshöfn sem viðkomustað póstskipsins sem sigldi til Kaupmannahafnar.