Dagsetning
5. maí - 30. september
Aðgangseyrir
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Reykjavík 1918

Aðalstræti 10, Höfuðborgarsvæðið

Ljósmyndasýningin Reykjavík og Reykvíkingar 1918 er samvinnuverkefni Borgarsögusafns Reykjavíkur og Þjóðminjasafns Íslands. Sýningin er til húsa í hjarta miðborgarinnar, í hinu sögufræga húsi við Aðalstræti 10, sem er elsta húsi Reykjavíkur. Á sýningunni gefur að líta valdar myndir úr safnkosti þessara safna, er varpa ljósi á söguna og tíðarandann í Reykjavík á fullveldisárinu 1918.

Ljósmyndir eru einstakar heimildir er geta sagt gríðarlega mikla sögu og gefið áhorfendum einstaka tilfinningu fyrir því efni sem miðlað er. Engu að síður er mikilvægt að velja myndir af kostgæfni og þekkingu og setja þær í ákveðið samhengi, því ljósmyndir geta innihaldið ýmsar frásagnir og skilaboð. Einn miðpunktur ljósmyndasýningarinnar er hin þekkta mynd Magnúsar Ólafssonar af hátíðarathöfn fyrir framan stjórnarráðið þann 1. desember 1918. Segja má að sú mynd sé n.k. táknmynd fullveldisins, en engu að síður fléttast inn í hana aðrar frásagnir, svo sem að á þessum tíma var bærinn og landið enn í sárum eftir spánsku veikina er hafði lagt fjölda landsmanna að velli. Safn Magnúsar Ólafssonar er varðveitt á Ljósmyndasafni Reykjavíkur, það er einstök heimild um sögu lands og þjóðar og er meðal allra merkustu myndasafna landsins. Á sýningunni verða sérstaklega valdar myndir úr því safni og öðrum, sem sýna Reykjavík, mannlífið, einstaklinga og atburði á fullveldisárinu og spegla þannig tíðarandann frá því fyrir 100 árum.