Dagsetning
6. maí
kl. 16:00-18:00
Aðgangseyrir
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Ljúflingsmál - útgáfutónleikar

Safnaðarheimilinu Vinaminni á Akranesi, Vesturland

Kammerkór Norðurlands flytur nýja og nýlega íslenska tónlist sem að stærstum hluta hefur verið samin eða útsett fyrir kórinn og gefin var út á geisladiskinum Ljúflingsmál, í lok árs 2017. Það er alltaf tilhlökkunarefni að fá í hendur nýjar nótur, framandi takta og tóna, stundum við fjörgamla texta. Í þjóðarsálinni, og þar með kórsálinni, togast á nýjungagirni og fortíðarþrá og því voru valin þrjú rótgróin og kær ættjarðarlög á diskinn hinum nýrri til fulltingis.

Tvö lög við verðlaunaljóð sem ort voru í tilefni af lýðveldishátíðinni 1944, "Hver á sér fegra föðurland" og "Land míns föður", hið þriðja er "Ísland ögrum skorið".

Kórinn hefur lagt metnað sinn í flutning á hvoru tveggja, ættjarðarlögum og nýrri kórtónlist við traustan grunn lagðan af hinum fyrri tónskáldum og er það vel við hæfi á afmæli fullveldisins.

Kórsálin er ekki aðeins nýjungagjörn, fortíðarelsk og heimakær, heldur blundar í henni útþrá. Á þessum tónleikum var ákveðið að reykkofinn og mysutunnan blandist ítölsku madrigalakryddi með rússneskri botnfyllingu auk konfektmola úr Vesturheimi.

Stjórnandi kórsins er Guðmundur Óli Gunnarsson