Dagsetning
4. desember
kl. 15:30-17:30
Aðgangseyrir
Nei
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Málþing í Kaupmannahafnarháskóla

Kaupmannahafnarháskóli, Erlendis

Málþing í tilefni af útkomu bókar um alþjóðasamskipti Íslands frá 1940 þar sem m.a. er fjallað er ítarlega um samskipti Íslands við Norðurlöndin.  Um er að ræða eina yfirgripsmestu rannsókn sem gerð hefur verið á pólitískum, efnahagslegum og félagslegum samskiptum Íslands við nágrannaríki og alþjóðastofnanir. Rannsóknin var unnin undir forystu Baldurs Þórhallssonar prófessors í stjórnmálafræði og rannsóknateymis við Rannsóknasetur um smáríki við Háskóla Íslands.

Bókin ber heitið ,,Small States and Shelter Theory:  Iceland’s External Affairs” og í henni er staða Íslands í samfélagi þjóðanna greind út frá kenningunni um skjól sem fjallar um mikilvægi þess að lítil ríki hafi efnahagslegt, pólitískt og félagslegt skjól hjá stærri ríkjum og alþjóðastofnunum.

Baldur mun gera grein fyrir helstu niðurstöðum bókarinnar og fjallar sérstaklega um það hvernig Norðurlandasamvinnan hefur veitt Íslandi meira skjól en oft er talið.

Frekari upplýsingar um bókina má finna á þessum tengli https://www.routledge.com/Small-States-and-Shelter-Theory-Icelands-External-Affairs/Thorhallsson/p/book/9781138615373

Málstofan er haldin á vegum Kaupmannahafnarháskóla og Sendiráðs Íslands í Kaupmannahöfn. Málstofan er haldin á ensku. 

Efst á baugi