Dagsetning
15.-17. júní
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Með allt á hreinu á SALT - Íslenskir sumardagar

Hafnarsvæðið í miðborg Oslóar , Erlendis

Með allt á hreinu á SALT - Íslenskir sumardagar við Oslófjörð!

Það verður taumlaus gleði, íslensk markaðsstemning, þjóðhátíð og einstakt Stuðmannabíó á SALT útisvæðinu í miðborg Oslóar í júní. Við fögnum fullveldisafmæli, fótboltaveislu og íslensku fíneríi.

Við hefjum hátíðina föstudaginn 15. júní kl. 15:00, opnum markaðinn og teljum í létt Stuðmannahopp. Boðið verður upp á sýningar á hinni klassísku Stuðmannamynd, ,,Með allt á hreinu", í glænýrri og fínpússaðri útgáfu á risatjaldi á svæðinu. Um er að ræða "heimsfrumsýningu" myndarinnar með nýrri enskri þýðingu.  

Markaðurinn verður opinn á SALT frá föstudegi til sunnudags og þjóðhátíðardaginn 17. júní fer hátíðardagskrá Íslendingafélagsins í Osló fram á svæðinu.

Sendiráð Íslands í Osló hvetur alla Íslendinga í Noregi, nær og fjær, til að fylkja liði, gleðjast saman og skapa ógleymanlega stemningu. 

Sendiráðið, í samstarfi við Íslandsstofu, Íslendingafélagið í Osló, SALT og fjölda íslenskra aðila stendur fyrir markaðsdögunum.

Áfram Ísland!

//

Helgen 15. til 17. juni blir det islandsk markedsstemning, fotballfeber og selvstendighets- og nasjonalfeiring på SALT. Vi starter feiringen på fredag 15.juni kl.15.00 med åpningen av islandsk marked og fortsetter med “verdenspremiere” på ny og forbedret versjon av den islandske klassiske komedien “Alt klart” fra 1982 på storskjerm (engelsk tekst).

Alle er velkomne, arrangementet er gratis og vi gleder oss til å skape en livlig, åpen og inkluderende islandsk fest sammen med alle våre gode venner i hjertet av Oslo. 

Det er Islands ambassade sammen med Promote Iceland, Islandsforeningen i Oslo, SALT og mange flere gode samarbeidspartnere fra Island og Norge som er arrangør.

Áfram Ísland!