Dagsetning
1. desember
kl. 13:00-14:00
Aðgangseyrir
Nei
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Með ungum augum – leikin leiðsögn Leynileikhússins

Þjóðminjasafn Íslands, Höfuðborgarsvæðið

Með ungum augum – leikin leiðsögn Leynileikhússins

Hvernig sjá ung augu fornan menningararf Íslands? Í hvaða áttir beina túlkendur á barnsaldri hugsun gesta um söguna? Til að komast að þessu eru forvitnir gestir á öllum aldri velkomnir í leikna leiðsögn nokkurra ungra sviðslistanema hjá Leynileikhúsinu. Gestum er boðið að ganga í gegnum grunnsýningu Þjóðminjasafns Íslands Þjóð verður til. Menning og samfélag í 1200 ár og hátíðarsýninguna Kirkjur Íslands í fylgd ungra, skapandi huga.

Leiðsögnin er ókeypis og öllum opin. Hún hefst kl. 13 laugardaginn 1. desember og er endurtekin sama dag kl. 15. Leiðsögnin er einnig í boði sunnudaginn 2. desember kl. 13 og 15.

Efst á baugi