Dagsetning
18. ágúst
kl. 12:00-15:00
Skipuleggjendur
Aðgangseyrir
Nei
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Menning, tunga og tímagöng til 1918

Aðalstræti 10, Höfuðborgarsvæðið

Milli kl. 12:00-15:00 verður opið niður í kjallara Aðalstrætis 10 þar sem gestum gefst kostur á því að skyggnast inn í íslenskan veruleika ársins 1918 með aðstoð 360° sýndarveruleikagleraugna. Sýninguna vann Árni Gunnarsson kvikmyndagerðarmaður hjá Skotta Film og lætur hann systkini á 12. ári, Jörund og Sylvíu vera sögumenn í þremur myndböndum. Gestir horfa á myndböndin með sýndarveruleikagleraugum og fræðast á lifandi hátt um samgöngur, verslun og viðskipti, um landbúnað og sjósókn en einnig um torfbæina – sem voru bæði heimili og vinnustaður fólks árið 1918. Í myndböndunum eru jafnframt skýrð út hugtök sem eiga sér rætur í íslenskum atvinnuháttum forfeðra okkar. Sýningin er hönnuð fyrir börn á öllum aldri. Árni verður á staðnum og aðstoðar fólk með sýndarveruleikagleraugun.

In the basement of Aðalstræti 10 guests are welcome to take a trip back to 1918 with the help of 360° virtual reality glasses. The exhibition was made by the film maker Árni Gunnarsson at Skotta Film. In the videos the siblings Jörundur and Sylvía are storytellers and share with the audiance stories about the daily life of Icelanders one hundred years ago. They talk about transportation, trade and commerce, basic industries and the life and work on a typical Icelandic turf farm. The exhibition is designed for children of all ages and spoken language is Icelandic. Árni will be there between 12:00-15:00 and assist guests with the virtual reality glasses.