Dagsetning
18. ágúst
kl. 18:00-12:00
Skipuleggjendur
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Menning, tunga og tímagöng til 1918

Ráðhúsinu í Reykjavík, Höfuðborgarsvæðið

"Menning, tunga og tímagöng til 1918, stytt, "Tímagöng til 1918" er  farandsýning fyrir börn og fullorðna. Frumsýning verður í Ráðhúsi Reykjavíkur á  Menningarnótt í Reykjavík, 19. ágúst 2018.

 

"Tímagöng til 1918" er sýning sem byggir á kvikmyndum á skjám, veggspjöldum

og fjórum sýndarveruleikagleraugum. Hún er hugsuð inn í rými sem er á að

giska 10 -16 metrar á lengd og 3-4 metar á breidd. Áhorfandi gengur inn í

rýmið og sér með "barnsaugum" á leiðinni í gegnum það hvernig var að vera

til árið 1918. Markmiðið er annars vegar að miðla fróðleik og gera

áhorfanda mögulegt að upplifa hvernig daglegt líf á Íslandi var fyrir 100

árum síðan og hins vegar að útskýra málvenjur og orðatiltæki sem eiga sér

rætur í atvinnuháttum fortíðar okkar.

 

Stór veggspjöld (plaggöt):  4 eitt við hverja sýndarveruleikastöð.

Ljósmyndir frá 1918 og grafískar upplýsingar um staðreyndir, s.s.

mannfjölda, verslun, atvinnuvegaskiptingu, meðalfjölda á heimili o.fl.

 

Hefðbundnar kvikmyndir (vídeó): Einn skjár í upphafi sýningar. Sviðsettar

myndir úr daglegu lífi ásamt kvikmyndum unnum úr ljósmyndum.

 

360°sýndarveruleikastöðvar: Fjórar. Samanstanda af stól og litu borði eða

vegghillu með rafmagnsinnstungu fyrir sýndarveruleikagleraugu og

heyrnartól.

 

Atríði i sýndarveruleikagleraugunum eru fjögur öll sviðsetti:

 

1. Verslun árið 1918. Hér er sögusviðið Verslun Haraldar Júlíussonar á

Sauðárkróki, sem reyndar var stofnuð árið 1919 en er í dag elsta verslun

sinnar tegundar. Atriði þar sem kúnni kemur inn í verslunina og kaupir sér

mjölvöru og kex eftir vigt og annað smálegt. Unnið í samvinnu við

Byggðasafn Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Verslun Haraldar Júlíussonar og

Leikfélag Sauðárkróks. Hugtök sem tengjast veslun útskýrð. Dæmi. "Að leggja

lóð á vogarskálarnar". Kaupmaður vigtar harðfisk á gamalli vog.

 

2. Bóndi flytur vörur á ís á hestasleða. Hestasleði á ísilögðum

Hérðasvötnum í Skagafirði undir stjörnubjörtum himni. Unnið í samvinnu við

Byggðasafn Skagafjarðar og Ingimar Pálsson, hestamann (og íssleðaeiganda) á

Sauðárkróki. Bóndinn sem stýrir sleðanum útskýrir að samgöngutæki á landi

hafi á þessum tíma verið fæturnir á mannfólkinu og hestarnir. Hugtök sem

eiga sér rætur í þessari menningu útskýrð. Dæmi. "Að vera kominn út á hálan

ís".

 

3. Verstöðin í Ósvör í Bolungarvík. Við fáum innsýn í hvernig verstöðvar

voru á Íslandi fyrir 100 árum (og reyndar löngu fyrr). Aðstandendur bregða

sér í sjóklæði og hér er af nógu að taka hvað varðar íslenska tungu. Dæmi.

"Að ýta úr vör. Að vera komin á fremsta hlunn. Að eitthvað gæti orðið

þungur róður."

 

4. Baðstofulíf í Gaumbæ í Skagafirði.  Daglegt líf að vetrarlagi í

íslenskum torfbæ. Ull og hrosshár eru kemd, spunnið úr ull og hrosshári.

Lesið úr bókum og rímr kveðnar. Við tógvinnuna verða til hugtök og

orðatiltæki. Dæmi. "Ekki þarf að kemba hærurnar. Þar hjóp snuðra á þráðin

(þegar verið er að búa til tvinna úr bandinu sem unnið er á rokknum).

Hnapphelda. Haft til að binda saman framfætur hrossa áður en girðingar komu

til sögunnar. Gert úr hrosshári, læst saman með legg úr framfæti af

fullorðinni kind. Nútíma notkun orðatiltækisins er að karl eða kona sem

hafa gift sig séu komin í hnapphelduna. Samstarfsaðilar. Sveitarfélagið

Skagafjörður, Byggðasafn Skagafjarðar og einstaklingar úr héraði sem kunna

hin fornu vinnubrögð s.s. Margrét Invarsdóttir á Ytri Mælifellsá í

Lýtingsstaðahreppi, sem vinnur band og vörur úr hrosshári. Meðlimir úr

Leikfélagi Skagafjarðar og Leikfélagi Sauðárkróks.

Efst á baugi