Dagsetning
27. ágúst
kl. 16:00-18:00
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Minningarganga í tengslum við sýningu um Guðrúnu Lárusdóttur

Ás, Sólvallagötu 23, miðbærinn, Þjóðarbókhlaða, Höfuðborgarsvæðið

Mánudaginn 27. ágúst kl. 16 – á útfarardegi Guðrúnar Lárusdóttur og dætra hennar tveggja, Guðrúnar Valgerðar og Sigrúnar Kristínar, sem létust með henni.

Gangan hefst kl. 16 við Ás, Sólvallagötu 23. Farin verður sama leið og líkfylgdin fór fyrir 80 árum – austur Sólvallagötu að Hólatorgi, norður Garðastræti, niður Túngötu og Kirkjustrætið, framhjá Alþingishúsinu og staldrað við í Dómkirkjunni. Síðan farið að Hólavallakirkjugarði og að leiðinu og lagður blómsveigur. Gangan endar í Þjóðarbókhlöðunni á sýningunni En tíminn skundaði burt...

Vegna þess að fá bílastæði eru nálægt Ási leggjum við til að þau sem ætla í gönguna leggi flest bílum sínum við Þjóðarbókhlöðuna og sammælist um að fara svo þaðan í fáum bílum að Ási.