Dagsetning
1. júní - 31. ágúst
Skipuleggjendur
Aðgangseyrir
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Mörður týndi tönnum

Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði, Norðurgötu 1, Norðurland eystra

Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði opnar nýja sýningu í tilefni af fullveldisafmæli Íslands. Flytjendur eru Spilmenn Ríkínís og kvæðakonurnar Hildigunnur Valdimarsdóttir og Kristrúnu Matthíasdóttur. Sýningin verður opin alla daga frá 1. júní til 31. ágúst 2018 kl. 12.00-18.00. 

Spilmenn Ríkínís eru Marta Guðrún Halldórsdóttir sem syngur og leikur á keltneska hörpu, Örn Magnússon syngur og leikur á langspil, Ásta Sigríður Arnardóttir syngur og leikur á rebekk og Halldór Bjarki Arnarson sem leikur á gemshorn og syngur.

Sýningin fer fram í Bjarnastofu og er á myndbandi. Auk þess má sjá í setrinu fjölmarga aðra kvæðamenn, hljóðfæraleikara og þjóðdansara.

The Folk Music Centre in Siglufjord, North Iceland, presents new folk music recordings with the folk music ensemble Spilmenn Ríkínís and the two folk music singers Hildigunnur Valdimarsdóttir and Kristrún Matthíasdóttir. The presentation is on video and takes place from 1st of June until 31st of August 2018 from 12.00 am to 6.00 pm.