Dagsetning
1. október
kl. 20:00-22:00
Aðgangseyrir
Nei
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Mótþrói – ljóðahátíð og útgáfuhóf

Iðnó, Vonarstræti 3, Höfuðborgarsvæðið

Í tilefni af fullveldisafmæli Íslands hefur Bókmenntaborgin Reykjavík októbermánuð með ljóðaviðburðinum Mótþróa í Iðnó og gefur í leiðinni út tvær ljóðaarkir með ljóðum sem ort voru í tilefni fullveldisafmælisins. Ljóðin urðu til í ritsmiðjum Bókmenntaborgarinnar í maí og júní en þær voru haldnar í tveimur skáldahúsum, Gröndalshúsi í Reykjavík og Skriðuklaustri í Fljótsdal. Smiðjurnar voru undir stjórn ljóðskáldsins Fríðu Ísberg sem einnig er ritstjóri ljóðverksins. 

Skáldin komur saman og ræddu fullveldi þjóðar og fullveldi eða sjálfstæði einstaklingsins og hvernig skilningur okkar á hugtökunum hefur breyst frá árinu 1918. 
Smiðjurnar hlutu styrk úr Fullveldissjóði Íslands.
Viðburðurinn er í Iðnó þann 1. október klukkan 20 og hefst með ávarpi Andra Snæs Magnasonar, rithöfundar og formanns stjórnar Bókmenntaborgarinnar. Fríða Ísberg flytur stefnuyfirlýsingu Mótþróaskáldanna og loks flytja skáldin úrval af verkum sínum. Á viðburðinum verður útgáfu ljóðverksins Mótþróa fagnað og fá gestir frítt eintak af báðum ljóðörkunum til eignar. 
Skáldin eru: Anna Hafþórsdóttir, Brynjólfur Þorsteinsson, Ella Wiberg, Eydís Blöndal, Fríða Ísberg, Hertha Richardt Úlfarsdóttir, Hólmfríður María Bjarnardóttir, Jón Örn Loðmfjörð, Nanna Vibe, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Sólveig Eir Stewart, Stefanía dóttir Páls, Úlfur Bragi Einarsson og Þorvaldur Sigurbjörn Helgason. 

Frítt er inn og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

 

Resistance – Poetry Event and Book-Art Reykjavík UNESCO City of Literature hosted the poetry and short-prose project MÓTÞRÓI (Resistance) in spring 2018 where young artists were invited to take part in workshops. The project celebrates the centenary of Iceland‘s sovereignty in 2018. Literary tradition, patriarchal poetry and clichés were tackled, old themes reworked and the concept of resistance explored. Two groups worked together, one in Reykjavík and one in Skriðuklaustur in the east of Iceland. The poet Fríða Ísberg anchors the project and edited the poetry print Mótþrói that will be published by the City of Literature paralell with the event. The readings will be in Icelandic. All are welcome.