Dagsetning
1. október
kl. 20:00-22:00
Aðgangseyrir
Nei
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Mótþróaskáld - Setning Lestarhátíðar í Bókmenntaborg

Iðnó, Höfuðborgarsvæðið

Lestrarhátíð í Bókmenntaborg 2018 verður hleypt af stokkunum með dagskrá í Iðnó mánudagskvöldið 1. október kl. 20. Þar verður nýr skáldskapur ungra íslenskra skálda kynntur en þau hafa skrifað ljóð og aðra stutta texta á árinu í tilefni af aldarafmæli fullveldis Íslands. Tekist var á við ljóðahefðina, ættjarðarljóð, klisjur og unnið markvisst að því að endurnýja hið gamla, endurvinna þemu, streitast á móti hefðinni og skrifa í kringum mótþróahugtakið. 

Lestrarhátíð í ár er helguð aldarafmælinu með áherslu á nýja sköpun ungs fólks og verða þessir textar áfram í brennidepli á hátíðinni út októbermánuð. Viðburðurinn í Iðnó er öllum opinn og frítt inn.

The Reykjavík Reads Festival, hosted by the Reykjavík UNESCO City of Literature, will be launched in Iðnó on October 1st. New writings by young Icelandic authors will be introduced who worked together on poetry and short prose texts on the occasion of the centennial celebrations. Literary tradition, patriarchal poetry and clichés were tackled, old themes reworked and the concept of resistance explored. The event is open to all and free of charge.

Efst á baugi