Dagsetning
1. desember
kl. 15:00-15:45
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Nýr heimildavefur Þjóðskjalasafns Íslands opnaður

Laugavegur 162, 3. hæð., Höfuðborgarsvæðið

Þann 1. desember verður hátíðarviðburður í Þjóðskjalasafni í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli þjóðarinnar. Nýr heimildavefur safnsins, heimildir.is, verður opnaður. Með tilkomu hans verður bylting í aðgengi almennings, nemenda og fræðimanna að eftirsóttum heimildum. Þúsundir skjalabóka og korta verða birt og gerð aðgengileg á einum stað. Jafnframt verða þúsundir skjala í danska ríkisskjalasafninu gerð aðgengileg við þetta tækifæri. Skjölin eru úr dönsku utanríkisþjónustunni og snerta íslenska sögu í upphafi fullveldistímans. Sú birting er samstarfsverkefni Þjóðskjalasafns Íslands og Ríkisskjalasafns Danmerkur í tilefni af fullveldisafmælinu. Þá verður kynnt vefsýning um fullveldi Íslands og konungsríkið Ísland 1918- 1944. Vefsýningin verður byggð á skjölum úr íslenskum og dönskum skjalasöfnum og mun meðal annars henta til kennslu í skólum. Sýningin verður bæði á dönsku og íslensku.

Heimildir.is og hið aukna aðgengi er gjöf Þjóðskjalasafns til Íslendinga á afmælisárinu. Dagskráin er öllum opin meðan húsrúm leyfir. Gestir fá að gjöf bókina Danska sendingin sem safnið gefur út í tilefni afmælisins.

On December 1st 2018, the National Archives of Iceland will celebrate the Centenary of Icelandic independence and sovereignty with the opening of a new web for digital services. Thousands of archival books and maps, hundreds of thousands of digital images, will be accessible through the web heimildir.is. Thousands of documents in Danish National Archives will also be digitally accessible through the web. Documents that relate to the history of Iceland.

Efst á baugi