Dagsetning
2. júní
kl. 12:00-16:00
Skipuleggjendur
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Opnun smáforrits um sögu Reykjavíkurhafnar

Reykjavíkurhöfn, Höfuðborgarsvæðið

Þann 2. júní verður, í tengslum við Hátíð hafsins í Reykjavík, opnað nýtt smáforrit um sögu Reykjavíkurhafnar. Smáforritið mun bjóða upp á tvo möguleika. Annars vegar verður hægt að fara um hafnarsvæði og fá í gegnum forritið upplýsingar um sögu hafnarinnar og þróun hennar á völdum stöðum. Hins vegar verður hluti forritsins byggður upp sem fjársjóðsleit fyrir börn þar sem hægt verður að fara um hafnarsvæðið, svara spurningum, vinna verkefni og safna stigum fyrir.
Smáforritið verður opnað 2. júní við hátíðlega athöfn.

Efst á baugi