Dagsetning
8.-10. júní
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Prjónagleði – 100 ára fullveldi Íslands

Kvennaskólinn á Blönduósi, Norðurland vestra

Unnið verður að eftirfarandi verkefnum sem eiga hápunkt sinn í Prjónagleðinni 2018

  1. Samstarf við þrjá grunnskóla svæðisins til að auka þekkingu og innsýn þeirra í söguna, samfélagið, fullveldishugtakið og velta því fyrir sér hversu mikilvægt fullveldið og prjónaskapur er fyrir okkur Íslendinga. Um leið er aukin þekking á prjóni og mikilvægi þessa þjóðararfs í sögu landsins. Markmiðið er að fara í skólana í Austur - Húnavatnssýslu og vinna með nemendum verkefni sem hefur tilvísun í fullveldisafmælið þar sem prjón er nýtt sem verkfæri.  Allir skólar fá viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna.  Hér má sjá upplýsingar um skólaheimsóknir. 
  2. Prjónasamkeppni. Markmiðið er að draga fram samlíkingu á milli fortíðar og nútíðar í sögu lands og þjóðar með tilvísun til fullveldis Íslands. Auglýst verður þátttaka í verkefninu á heimasíðu Prjónagleðinnar og geta allir tekið þátt í verkefninu. Skila verður inn fullbúnu verkefni sem fer síðan fyrir dómnefnd og veitt verða verðlaun fyrir frumlegustu og bestu útfærsluna. Skipuð verður 3ja manna dómnefnd.  - Skilafrestur 10. maí 2018.   Sjá hér: Fullveldispeysa
  3. Concordia háskólinn frá Kanada verður með nemendur sína í námi í Kvennaskólanum á Blönduósi í júní 2018. Eins og áður hefur komið fram er markmið Textílsetursins að efla menntun á sviði textíls og er koma Concordia háskóla hluti af því markmiði. Nemendum og listamönnum sem dvelja í Kvennaskólanum í júní verður boðin þátttaka í verkefninu.
  4. Prjónagleði er hápunkturinn í verkefninu, þar sem  ávinningur þess er sýndur almenningi. Sýning verður haldin á verkefnum nemenda og þátttakenda í prjónasamkeppni, yfir helgina sem Prjónagleðin stendur, 8.-10. júní 2018.  Skráningarfrestur á Prjónagleðina er 22. maí.  Skráning fer fram á vefsíðu Prjónagleðinnar