Dagsetning
14. mars - 10. júní
Staðsetning
Húnavellir, Norðurland vestra
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Prjónaþátttaka nemenda Húnavallaskóla

Húnavellir, Norðurland vestra

Hér er verið að draga fram það mikilvægi sem prjón hefur haft fyrir okkur Íslendinga í gegn um aldirnar. Nemendur fá fræðslu um prjón og notkun þess og er það fléttað inn í fræðslu um 100 ára fullveldisafmæli Íslands.

Um leið er verið að vekja áhuga nemenda fyrir prjóni og mun þeim gefast kostur á að prjóna í hverri lausri stund sem gefst því  markmiðið er að prjóna teppi sem verður til sýnis á Prjónagleði 2018. Síðar um sumarið verður það hengt upp í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Mikill áhugi og metnaður var í nemendahópnum þegar byrjað var að fitja upp á fyrstu lykkjurnar.