Dagsetning
17. apríl
kl. 11:30-12:30
Staðsetning
Skipuleggjendur
Aðgangseyrir
Nei
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Rímur og rapp. Lög unga fólksins í 100 ár

RÚV2

Verkefnið „Rímur og rapp, lög unga fólksins í 100 ár" verður unnið af listamönnum í samstarfi við fjórðu bekkinga í Reykjavíkog mun ná hápunkti á opnunarviðburði Barnamenningarhátíðar. Verkefnið felst í því að listafólk; rappari og ljóðskáld mun fara í alla fjórðu bekki borgarinnar og fjalla um ólíka stefnur og strauma í skáldskap á árinu 1918 og svo aftur nú á árinu 2018. Krakkarnir verða kynntir fyrir rímum og hvernig menn og konur notuðu skáldskap til að koma skoðunum á framfæri, m.a. til að vinna að því að Ísland yrði sjálfstætt ríki. Skáldið og rapparinn munu svo vinna með krökkunum að því að semja rapplag sem fjallar um Ísland og leiðina til fullveldis og síðan sjálfstæðis með vísun í hvernig er að vera 10 ára í Reykjavík í dag. Rímnaskáldið og rapparinn munu svo setja saman  rapptexta með rímnaívafi og tónlistarmaður/kona semja lag við. Lagið og textinn verður svo sent út í skólana svo börnin læri áður en þau flytja það með listafólkinu í Eldborgarsal Hörpu með viðeigandi hreyfingum sem hafa vísun í gamla tímann og nútímann. Í gegnum verkefnið fá krakkarnir tilfinningu fyrir sögu Íslands, fyrir hugtökunum sem um er rætt, ólíkum tónlistarhefðum og skáldskap á tveimur tímabilum með 100 ára millibili. 

Viðburðurinn er í beinni útsendingu á RÚV2

Nánari upplýsingar um Barnamenningarhátíð er að finna hér.