Dagsetning
18. maí - 14. september
Aðgangseyrir
Nei
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Speglun - Áslaug Íris K. Friðjónsdóttir og Svavar Guðnason

Svavarssafn, Suðurland og Suðurnes

Sumarsýning Listasafns Svavars Guðnasonar verður samtal milli Svavars Guðnasonar og Áslaugar Írisar Katrínar Friðjónsdóttur. Listamennirnir eiga það sameiginlegt að vinna með óhlutbundna abstrakt list en þó hvor á sinni öldinni. Það hefur verið sagt um list Svavars að það sem einkenni myndir hans sé að allur myndflöturinn sé lifandi hvert sem augað leitar. Hjá Áslaugu Írisi lifna við fletir sem áður höfðu enga merkingu í augum fólks, t.d. steypubrot, línoleumdúkur og filtteppi. Verkin ferðast um flötinn og jafnvel út í rýmið í formi skúlptúra og mynda. Salurinn breytist í flöt þar sem verk þeirra mynda lifandi samtal sem ferðast um rýmið.