Dagsetning
23. nóvember
kl. 13:00-18:00
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Samtal um fullveldi og þjóðaröryggi

Harpa, Silfurberg, Höfuðborgarsvæðið

Fullvalda og sjálfstæðu ríki ber að tryggja yfirráðasvæði ríkisins og öryggi þeirra sem dvelja innan lögsögu þess á grundvelli lýðræðislegra gilda, án þess að skerða mannréttindi og grundvallarfrelsi í lýðræðissamfélögum. Að hvaða marki hefur þróun í alþjóðamálum áhrif á inntak fullveldishugtaksins og sjálfsákvörðunarrétt ríkja?

Málþinginu er skipt í þrjá hluta. Í fyrsta hluta er sjónum beint að inntaki fullveldishugtaksins, í öðrum hluta er fjallað um þjóðaröryggi og í þriðja hluta eru áskoranir framtíðar reifaðar með tilliti til fullveldis og þjóðaröryggis.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.