Dagsetning
19. mars
kl. 20:00
Staðsetning
Sendiráðsbústaður í Berlín, Erlendis
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Saumaklúbbur

Sendiráðsbústaður í Berlín, Erlendis

Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna og heimsókn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til Þýskalands er ykkur boðið í „saumaklúbb“ þann 19. mars nk​.

Saumaklúbbar hafa í gegnum tíðina verið ​dýrmætur hluti af íslenskri kvennamenningu og ákveðið hreyfiafl breytinga; þeir hafa styrkt vináttubönd milli kvenna, verið mikilvæg​ir tengslaneti þeirra, vettvangur umræðna, stuðnings, ráðgjafar, vagga ​mikilvægra gilda og ​​farvegur nýrra hugmynda.​ Ísland er nú níunda árið í röð efst á sk. Gender Gap Index lista World Economic Forum, en það gefur til kynna að við búum við minnstan kynbundinn mun í heiminum.​ Hittumst og fögnum þeim árangri sem náðst​​ hefur​, ræðum þarfar breytingar​ og framtíð þar sem konur um allan heim njóta jafnréttis.​

​Staður: ​Sendiráðsbústaður Íslands í Berlín, Trabenerstrasse 68, 14193 Berlín.​ ​
​Stund: Mánudagur 19. mars kl. 20:00.