Dagsetning
1. desember
kl. 13:00-13:30
Skipuleggjendur
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Setning fullveldishátíðar 1. desember

Við Stjórnarráðshúsið Lækjartorgi, Höfuðborgarsvæðið

Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, setur fullveldishátíðina utan við Stjórnarráðshúsið. Haldin verða stutt ávörp í bland við tónlistarflutning. Ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna tekur virkan þátt í athöfninni og leggur til tvo ræðumenn, þau eru Kristbjörg Mekkín Helgadóttir og Mathias Ölvisson. Þá mun Jelena Ćirić einnig ávarpa gesti. Tónlistarteymi setningarathafnarinnar skipa tónlistarmennirnir  Hildigunnur Einarsdóttir, Hilmar Örn Agnarsson, Nanna Hlíf Ingvadóttir og Samúel Jón Samúelsson. Athöfnin mun kallast á við athöfnina sem haldin var á þessum sama stað fyrir 100 árum, en verður nútímalegri í sniðinu. Hugmyndirnar í athöfnina, og raunar dagskrá fullveldishátíðarinnar allrar, eru sóttar í hugarflugsvinnu ungs fólks sem fór fram í aðdraganda undirbúnings fullveldishátíðar með það að markmiði að skapa dagskrá sem hæfði 100 ára afmæli fullveldisins en hefði framtíðarsýn ungs fólks á Íslandi í dag að leiðarljósi:

Um er að ræða sýningar, samræður, spuna, söng og sögur af öllu tagi, sögur sem ungt fólk tekur þátt í að velja, semja og útsetja. Horft verður fram á veginn, til næstu 100 ára með sögu síðustu aldar í farteskinu.

Sjónum verður beint að íslenskri tungu en einnig varpað ljósi á þær breytingar sem eru að verða á samsetningu þjóðarinnar, sem er af fjölbreyttum uppruna, á margbreytilegum aldri, með ólíka getu, af öllum kynjum og talar 100 tungumál. 

Efst á baugi