Dagsetning
28. janúar
kl. 15:00-16:00
Aðgangseyrir
Nei
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Sigurður Guðmundsson málari og þjóðbúningar

Hannesarholt, Grundarstíg 10, Reykjavík, Höfuðborgarsvæðið

Sigurðar Guðmundssonar málara er gjarnan m.a. minnst fyrir að hafa eflt áhuga á þjóðlegum klæðnaði kvenna. Guðmundur Hálfdánarson sagnfræðingur fjallar um hugmyndir Sigurðar um þjóðbúning íslenska kvenna og þýðingu hans fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. Tilefni fyrirlestursins er nýútkomin bók um Sigurð málara þar sem Guðmundur Hálfdánarson er á meðal höfunda. Bókin ber titilinn MÁLARINN OG MENNINGARSKÖPUN og er gefin út af Þjóðminjasafni Íslands og Opnu. Allt áhugafólk um íslenska þjóðbúninga og menningu er hvatt til að mæta - allir velkomnir!