Dagsetning
24. nóvember
kl. 13:00-17:00
Skipuleggjendur
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Snorri og sjálfstæðisbaráttan. Málþing á fullveldisafmæli.

Hátíðarsalur Snorrastofu í héraðsskólahúsinu Reykholti, Vesturland

Á 100 ára afmæli fullveldis Íslands stendur Snorrastofa fyrir sérstöku málþingi í  nóvember 2018 ásamt ásamt því að setja upp sýninguna 1918 Fullveldisárið í Borgarfirði, sem getið er um annars staðar. Vel er við hæfi að stofnun eins og Snorrastofa, sem starfar á þjóðmenningarstaðnum Reykholti, leggi sitt af mörkum við þessi merku tímamót. Fátt skiptir þjóðina meira en sá menningararfur sem tengist Snorra Sturlusyni og strax í kjölfar þess að þjóðin fékk fullveldi þótti við hæfi að gefa út ævisögu Snorra Sturlusonar, en það gerði Sigurður Nordal árið 1920.

Á málþinginu verða fornbókmenntir og fullveldið umfjöllunarefnið, sérstaklega arfleifð Snorra Sturlusonar, útbreiðsla íslenskra fornbókmennta, erlend áhrif og fullveldi þjóðarinnar. Verk Snorra, Heimskringla og Snorra-Edda, voru einnig sérstaklega mikilvæg fyrir Norðmenn í sjálfstæðisbaráttu þeirra 1814 og 1905. Því er það verðugt viðfangsefni að huga að stöðu Snorra vegna sjálfstæðisbaráttu Íslendinga og hver staða hans var á tímum fullveldisyfirlýsingarinnar 1918. Sérstök áhersla verður lögð á mismunandi afstöðu Íslendinga og Norðmanna til Snorra í tengslum við sjálfstæðisbaráttu þessara þjóða.

Lykilspurningar á málþinginu

  1. Snorri hafði áhrif á Norðmenn í þeirra sjálfstæðisbáráttu með Bjørnstjerne Bjørnson fremstan í flokki, en hvernig skyldi Snorri hafa nýst Íslendingum í sambandi við 1918?
  2. Með hvaða hætti nýttu Norðmenn sér Snorra?
  3. Hvaða þýðingu hafði Snorri í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga og hvernig er hún skilgreind?
  4. Áttuðu Íslendingar sig á mikilvægi Snorra í gegnum Norðmenn?
  5. Hvers vegna töluðu margir hann niður hér á Íslandi? 

Efst á baugi