Dagsetning
4. júlí
kl. 19:30-21:00
Skipuleggjendur
Aðgangseyrir
Nei
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Söguganga um Skálholt 18. aldar

Skálholts dómkirkja, Suðurland og Suðurnes

Í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands stendur Skálholtsstaður fyrir röð viðburða þar sem boðið verður upp á ýmsan fróðleik sem tengist sögu staðarins.

Á fyrsta viðburðinum býður Bjarni Harðarsson upp á sögugöngu. Bjarni er bóksali á Selfossi, fyrrverandi blaðaútgefandi og var alþingismaður um skamma hríð. Hann er fjögurra barna faðir, Tungnamaður, óforbetranlegur fornaldardýrkandi, þjóðfræðinemi og umhverfissinni fram í fingurgóma. 

Hann mun fjalla um staði, merka menn og líf fólks á 18. öldinni og fluttning skólans frá Skálholti til Reykjavikur, en hann tók þar til starfa í nýreistu skólahúsi haustið 1786.

Þessi viðburður er opin öllum og að kostnaðarlausu. Veitingarstaðurinn í Skálholtsskóla verður opinn ef fólk hefur áhuga á að fá sér veitingar fyrir eða eftir sögustundina.

Bjarni Harðarsson will be guiding us though the 17th century Skálholt.