Dagsetning
11. júlí
kl. 20:00-22:00
Aðgangseyrir
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Sönghátíð í Hafnarborg - Baðstofubarokk

Hafnarborg, Höfuðborgarsvæðið

Hvað ef baróninn í samnefndi heimildarskáldsögu Þórarins Eldjárns hefði tekið hús á tónelskum bónda í Borgarfirði, sest í eitt fleti baðstofunnar með selló milli fóta, bóndinn andspænis með langspil við sitt hvora hnésbótina, og þeir tekið að leika saman? Hvernig ætli slíkur samruni forneskjulegrar baðstofumenningar og þokkafullrar heimsmenningar hafi hljómað? Í tilraun til að sameina kvöldvökur baðstofanna og tónlistarflutning evrópskrar hirðmenningar velta þessari spurningu fyrir sér þau Eyjólfur Eyjólfsson söngvari og langspilsleikari, Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttur barokksellóleikari og kvæðakona og Björk Níelsdóttir söng- og tónlistarkona.  Efnisskrá hópsins samanstendur af frumsömdu efni, klassískum sönglögum og þjóðlögum, bæði íslenskum og erlendum. Allar útsetningar eru unnar af flytjendum þar sem fléttast saman hljómheimar barokksins og baðstofunnar.


Efnisskrá:

 

Langspils-kvæðalag – íslenskt þjóðlag/ Örn Magnússon

Heimildaskrá – Eyjólfur Eyjólfsson / Eggert Ólafsson

King Henry – Höfundur ókunnur

Vaðlaheiðarvísur – Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir

Salley Gardens – írskt þjóðlag

Ástríku augun þín – Björk Níelsdóttir / Páll Ólafsson

Fósturlandsins Freyja – Eyjólfur Eyjólfsson / Matthías Jochumsson

Ferðalok - Atli Heimir Sveinsson / Jónas Hallgrímsson

Man ég þig mey – íslenskt þjóðlag / Jónas Hallgrímsson

Vorið langt – íslenskt þjóðlag / Árni Böðvarsson

Blástjarnan - íslenskt þjóðlag

Vögguvísa - Jón Leifs / Jóhann Jónsson

Sætröllskvæði – Jórunn Viðar / Jakobína Sigurðardóttir

Vökuró – Jórunn Viðar / Jakobína Sigurðardóttir

Undir háa hamrinum – íslenskt þjóðlag / Davíð Stefánsson

Karl sat undir kletti – Jórunn Viðar / þjóðkvæði

 Gestir á tónleikunum eru þau Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir söngkona og Francisco Javier Jáuregui gítarleikari í Dúó Atlantica

 Um Sönghátíð í Hafnarborg:

Sönghátíð í Hafnarborg er tónlistarhátíð sem hefur það að markmiði að koma list raddarinnar á framfæri. Hátíðin 7. – 15. júlí 2018 býður upp á sjö tónleika og fjögur námskeið. Á tónleikunum koma fram m.a. Kristinn Sigmundsson, Þóra Einarsdóttir, Symphonia Angelica, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Eyjólfur Eyjólfsson, Björk Níelsdóttir, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, Funi, Duo Atlantica og sönghóparnir Cantoque og Olga Vocal Ensemble. Hátíðin býður upp á master class fyrir unga söngvara og söngnemendur með Kristni Sigmundssyni, söngnámskeið fyrir áhugafólk með Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur, söngsmiðju fyrir 6-12 ára börn með Ingibjörgu Fríðu og Sigurði Inga og íslenska þjóðlaganámskeiðið Syngjum og kveðum saman með Báru Grímsdóttur og Chris Foster. Hátíðin heldur einnig úti YouTubestöð með viðtölum við söngvara um söngtækni. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar er Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir en meðstjórnandi er Francisco Javier Jáuregui. www.songhatid.is

The Gadus Mordhua trio performs Icelandic folk songs for voices, the traditional instrument "langspil", cello and percussion. The Hafnarborg Songfest aims to celebrate vocal music and increase knowledge of the voice through concerts, master classes, workshops and videos. This year, in celebration of the centeneary of Iceland's Independence and sovereignty, the festival focuses especially on Icelandic music. The artistic director of the festival is Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir.