Dagsetning
10. janúar
kl. 20:00-22:00
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Spegill fortíðar - silfur framtíðar

Sjóstangaveiðifélag Reykjavíkur að Grandagarði 18, 2 hæð, Höfuðborgarsvæðið

Gunnar Þór Bjarnason, sagnfræðingur. Merkasta ár Íslandssögunnar? Lífskjör, áföll, fullveldi og siglingar á árinu 1918.

Í erindinu mun Gunnar Þór fjalla um hag íslensku þjóðarinnar árið 1918, áföll sem dundu á þjóðinni (frostavetur, Kötlugos, spænsku veikina), áhrif heimsstyrjaldarinnar fyrri, fullveldið og siglingar (millilandasiglingar, strandsiglingar).

Gunnar Þór Bjarnason er sagnfræðingur, fæddur 1957. Hann var lengi framhaldsskólakennari og hefur um árabil sinnt stundakennslu við Háskóla Íslands. Meðal verka hans eru Upp með fánann! Baráttan um uppkastið 1908 og sjálfstæðisbarátta Íslendinga og Þegar siðmenningin fór fjandans til. Íslendingar og stríðið mikla 1914–1918. Fyrir síðarnefnda ritið hlaut hann Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita og bóka almenns efnis. Haustið 2016 kom það út í nýrri og aukinni útgáfu, með hátt í 600 myndum, undir heitinu Stríðið mikla. Hann vinnur nú að ritun bókar í tilfefni af því að á næsta ári verða hundrað ár liðin frá því að Ísland varð fullvalda ríki.

Gunnar Þór Bjarnason, historian. The most important year in Icelandic history? Living standards, disasters, independence and sailing in 1918. In his presentation, Gunnar Þór will discuss the conditions in Iceland in 1918, disasters that affected the nation (the coldest winter in history, volcanic eruption of Katla, and the Spanish plague), the effects of World War II, independence, sailing (sailing between countries and sailing around the coast of Iceland). Gunnar Þór Bjarnason is a historian, born in 1957. For many years he worked as a secondary school teacher and for several years he has also been a part time teacher at the University of Iceland. Among his works are Raise the flag! The struggle for the draft of the contract with the Danish government in 1908 and the fight for independence of the Icelanders, (1968) [Upp með fánann! Baráttan um uppkastið 1908 og sjálfstæðisbarátta Íslendinga]. When civilization went down the drain. Icelanders and the great war, 1914-1918. [Þegar siðmenningin fór fjandans til. Íslendingar og stríðið mikla 1914–1918] (2016). For this work he received the Icelandic literary prize Íslensku bókmenntaverðlaunin. Presently he is working on a book on the occasion of 100 years of Icelandic independence.