Dagsetning
7. mars
kl. 20:00-22:00
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Spegill fortíðar-silfur framtíðar

Sjóstangaveiðifélag Reykjavíkur að Grandagarði 18, 2 hæð, Höfuðborgarsvæðið

Margrét Guðmundsdóttir og Þórarinn Hjartarson. Konur og fullveldið. Dagskrá í tali og tónum í flutningi hjónanna Margrétar og Þórarins.

Í dagskránni verður varpað ljósi á stöðu og störf kvenna í tali og tónum. Margrét fjallar bæði um launavinnu, heimilisstörf og sjálfboða vinnu í þágu félagasamtaka. Jafnframt verður hugað að pólitískri þátttöku kvenna og áhrifum þeirra á uppbyggingu fullvalda ríkis á Íslandi. Þórarinn mun lita erindið með tóndæmum sem ætlað er að undirstrika lífssögu formæðra okkar. 

Margrét Guðmundsdóttir er sagnfræðingur og hefur starfað við sjálfstæðar rannsóknir frá árinu 1988 með áherslu á sögu íslenskra kvenna á 19. og 20. öld. Aldarspor bók hennar um sögu Hvítabandsins kom út árið 1995 en þar eru líknarstörf kvenna í forgrunni. Fimm árum síðar kom ritið Í þágu mannúðar en þar er saga Rauða kross Íslands í brennidepli. Verk hennar Saga hjúkrunar á Íslandi á 20. öld var tilnefnt til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2010. Margrét hefur einnig komið að uppsetningu sýninga t.d. handritsgerð að sögusýningu í Þvottalaugunum í Reykjavík sem opnuð var árið 1995 og sýningarröðinni Spor kvenna, tólf sýningar um jafnmargar konur úr Dalvíkurbyggð á árunum 2015 til 2016.

Þórarinn Hjartarson hefur jöfnum höndum stundað járnsmíðar, ritstörf og söng. Járnsmíðarnar hefur hann lengst og mest stundað við Slippinn á Akureyri. Þá hefur hefur hann ritað bækur og greinar á sviði sagnfræði, stjórnmála og bókmennta. Í tónlistinn er Þórarinn þjóðlegur mjög og leggur rækt við þjóðlög og kvæðamennsku. Þekktastur er söngur hans á ljóðum Páls Ólafssonar sbr. hljómdiskinn Söngur riddarans frá 2001. 

Margrét Guðmundsdóttir and Þórarinn Hjartarson are responsible for a programme on Women and Independence. The programme will focus on the status and work of women, including paid work, work at home and unpaid social participation. Margrét will also look at the political participation of women and their contribution in the development of Iceland as an independent state. Þórarinn will decorate the presentation with music which underlines the life-stories of our grandmothers. Margrét Guðmundsdóttir, historian and has been a freelance researcher from 1988 focusing on the history of Icelandic women during the 19th and 20th centuries. Þórarinn Hjartarson, is a writer, a singer and an iron-worker. His iron-work has been mainly for the Ship-dock in Akureyri. As a writer he has published books and articles on history, politics and literature.