Dagsetning
7. febrúar
kl. 20:00-22:00
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Spegill fortíðar - silfur framtíðar

Sjóstangaveiðifélag Reykjavíkur að Grandagarði 18, 2 hæð, Höfuðborgarsvæðið

Á þessu ári er því fagnað að Ísland hefur verið sjálfstætt og fullvalda ríki í eina öld. Hugmyndin um fullveldi kom til Íslands með skipi frá útlöndum og það gerði einnig hinn danski hluti samninganefndarinnar sem að lokum komst að niðurstöðu um sambandslagasamninginn sem varð hinn formlegi grunnur fullveldisins fram að lýðveldisstofnun. Fleira barst til Íslands með millilandaskipum en hugmyndir. Verslun efldist á 19. öld og erlendur varningur barst í sífellt meiri mæli til landsins sem greitt var fyrir með útflutningsafurðum sem einkum voru afurðir sjávarútvegs og landbúnaðar. Úthafið er í senn samgönguæð og farartálmi. Öldum saman hafði hlutverk farartálmans verið stærra og meira en um miðja 19. öld varð afdrifarík breyting á þessu með tilkomu gufuskipa og áætlanaferða. Vikið verður að meginþáttunum í þróun kaupsiglinga milli Íslands og nágrannalandanna á síðari hluta 19. aldar og þróuninni fylgt eftir fram á þá 20. þegar landsmenn tengdust umheiminum í ríkari mæli en nokkru sinni áður og innbyrðis samskipti þeirra urðu einnig greiðari með því að reglubundnar strandferðir hófust. Þessari framvindu verður lýst í megindráttum og hugað að þýðingu hennar fyrir þróun íslensks samfélags í spjalli um skip, vita og hafnir.

 Kristján Sveinsson, sagnfræðingur í Reykjavík. Starfsmaður á Alþingi. Hefur áður ritað bækur m.a. um vita og hafnir landsins.

 

 

Kristján Sveinsson, historian. Iceland Seaside at the time of independence in 1918. This year Iceland celebrates 100 years of sovereignty. The idea of sovereignty came to Iceland by boat and so did the Danish part of the negotiation team which created the contract that became the formal basis for Iceland’s independence in 1918. But there were more things that came by boat to Iceland than political ideas and ideologies. Trade increased considerably during the 19th century, bringing foreign goods to the country and exporting Icelandic products, laying the economic foundation for the sovereign state to come. The presentation will focus on development of sailing between Iceland and other countries as well as navigation to towns and villages around the coasts of Iceland. This development will be traced, in particular the importance of sailing for the development of the Icelandic society, focusing on ships, lighthouses and harbours as the main infrastructure in communications in the latter half of the 19th century and the first decades of the 20th.