Dagsetning
11. nóvember - 30. desember
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Strandir 1918

Sævangur við Steingrímsfjörð, Vestfirðir

Í tengslum við 100 ára afmæli fullveldis Íslands ætlar Sauðfjársetur á Ströndum að setja upp sögusýninguna Strandir 1918. Þar verður fjallað um aðstæður á Ströndum fyrir 100 árum, daglegt líf og störf, viðburði og menningu. Áhersla er á að nota persónulegar heimildir og ljósmyndir frá þessum árum á sýningunni. Verkefnið er unnið í samvinnu við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Ströndum - Þjóðfræðistofu, Fjölmóð - fróðskaparfélag á Ströndum og fleiri aðila í héraðinu.