Dagsetning
4.-31. desember
Skipuleggjendur
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Sýning á samkeppnisniðurstöðum

Safnahúsið við Hverfisgötu, Höfuðborgarsvæðið

Í október 2016 samþykkti Alþingi ályktun um það m.a. að fela ríkisstjórninni að efna til samkeppni um hönnun viðbyggingar við
Stjórnarráðshúsið og skipulag Stjórnarráðsreits. Þingsályktunin var samþykkt í tilefni aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands árið 2018.
Framkvæmdasýsla ríkisins hefur annast framkvæmd þingályktunarinnar fyrir hönd forsætisráðuneytisins. 30 tillögur bárust í samkeppninni um hönnun viðbyggingar við Stjórnarráðshúsið og 8 tillögur í samkeppninni um skipulag Stjórnarráðsreits. Á sýningunni í Safnahúsinu verða allar innkomnar tillögur ásamt niðurstöðum dómnefndar.

Efst á baugi