Dagsetning
14. mars - 31. desember
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Sýning um Eddu II - Líf guðanna eftir Jón Leifs

Þjóðarbókhlaðan, Höfuðborgarsvæðið

Þann 23. mars ætlar Sinfóníuhljómsveit Íslands að frumflytja óratoriuna Edda II: Líf guðanna eftir Jón Leifs. Jón lauk við þetta verk árið 1966 og því kominn tími til að það heyrist í fyrsta sinn. Þetta er mikill tónbálkur fyrir stóran hóp flytjenda: sinfóníuhljómsveit, kór og þrjá einsöngvara. Í tilefni af frumflutningi verksins verður efnt til sýningar í Þjóðarbókhlöðu þar sem sýnd verða nótnahandrit að verkinu, textaskissur, bréf og annað sem tengist verkinu, en öll handrit, bréf og önnur gögn Jóns eru á handritasafni Landsbókasafns. Sýningin verður opnuð þann 14. mars kl. 16 og er í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands og eru tónleikarnir jafnframt á dagskrá fullveldisársins.

Efst á baugi