Dagsetning
23. febrúar - 21. maí
Skipuleggjendur
Aðgangseyrir
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Tak i lige måde: Samtímalist frá Danmörku

Hafnarhús , Höfuðborgarsvæðið

Listasafn Reykjavíkur minnist aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands í ár með því að bjóða myndlistarmönnum frá Danmörku að sýna í safninu. Þessi fyrrum herraþjóð Íslendinga á sér langa sögu sem nýlenduveldi og heyra Grænland og Færeyjar enn undir konungsríkið. Þá er Danmörk í dag fjölmenningarsamfélag þar sem íbúar með ólíkan bakgrunn búa saman. Margir danskir listamenn endurspegla í verkum sínum þessa þætti í sögu þjóðarinnar og samtíma. Viðfangsefni þeirra tengjast meðal annars hugmyndum um síð-nýlendustefnu, fólksflutninga, sjálfsmynd þjóða og landamæri. Nú þegar Íslendingar minnast þess að það varð á sínum tíma frjálst undan stjórn Danmerkur býðst sérstakt tækifæri til þess að gefa þessum krefjandi málefnum gaum. Listamenn vísa í eigin reynsluheim og fjölskyldusögu eða takast á hendur heimildavinnu, ferðalög og rannsóknir. Hvað er frelsi, fullveldi, sjálfstæði og sjálfsmynd? Hvernig ávinnur einstaklingur eða samfélag sér þessa hluti? Hverjar eru áskoranir okkar þegar kemur að þeim í dag? Hvaða leiðir hefur myndlist til að takast á við þessi málefni? Meðal sýnenda eru Jesper Just, Tinne Zenner og Jeannette Ehlers.

Tak i lige måde: Contemporary Art from Denmark Reykjavík Art Museum commemorates the centennial of Iceland´s independence and sovereignty by inviting Danish artists to exhibit their work in the museum. A former ruler of Iceland, Denmark has a long history as a colonial power, Greenland and the Faroe Island still belong to the kingdom. Today, Denmark is a multicultural society where people of different backgrounds live together. Many Danish artists reflect these parts of the country´s history and present them in their work. Among other things, their topics are connected to ideas of late colonialism, migration, the nation´s identity and borders. Now when Icelanders celebrate becoming free from Danish rule, a unique opportunity arises to contemplate these pressing subjects. The artists reference their own experiences and family history, or do research, travel and investigate. What is freedom, sovereignty, independence and identity? How does a person or a society gain these things? What are the biggest challenges regarding these issues today? In what way can art deal with these issues? Among the artists are Jesper Just, Tinne Zenner and Jeannette Ehlers.