Dagsetning
2. júní - 30. september
Skipuleggjendur
Aðgangseyrir
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Einskismannsland: Ríkir þar fegurðin ein? / No Man´s Land: Where Beauty Alone Reigns?

Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús og Kjarvalsstaðir, Höfuðborgarsvæðið

Myndlistarsýning á verkum íslenskra listamanna frá ýmsum tímum allt frá frumkvöðlum íslenskar málaralistar þegar landið og víðerni þess voru táknmyndir frelsis og sjálfstæðis og til verka listamanna samtímans með vísan í hnattræna umræðu um gildi hins ósnortna og nýtingu auðlinda. Verkin á sýningunni endurspegla margbreytilegar hugmyndir listamanna og þá um leið gerjun samtíma þeirra þótt leiðarljós listamannanna sé ætíð listræn sýn og persónubundin túlkun.

Landið hefur verið Íslendingum allt frá því að vera huglægt tákn til efnislegrar auðlindar. Verkin á sýningunni endurspegla þessar ólíku hugmyndir eins og þær birtast í túlkun listamanna á hverjum tíma.

Á þessari viðamiklu sýningu verða verk eftir listamenn sem mótað hafa íslenska listasögu allt frá upphafi 20. aldar og til samtímans en nokkur hluti verkanna verður nýr og unninn sérstaklega fyrir sýninguna.

Sýningin verður tvískipt, sögulegur hluti hennar á Kjarvalsstöðum en verk eftir listamenn 21. aldarinnar verða sýnd í Hafnarhúsi. Jafnframt verður tekist á við áleitnar spurningar um inntak sýningarinnar í viðamikilli útgáfu og dagskrá samhliða henni.

Mynd: Anna Líndal, Útverðir Outriders 2010-2014

Sýningin er hluti af Listahátíð í Reykjavík 2018.

No Man´s Land: Where Beauty Alone Reigns? Artists have, with their art, greatly influenced man´s connection to his environment. This exhibition focuses on the values of Icelanders in relation to nature and the connection to country’s wilderness. To Icelanders, land has traditionally meant anything from a subjective symbol to the means to material gains. The artwork on show reflect these different ideas as interpreted by different artists at different times. The pieces are by Icelandic artists from various periods, from the original Icelandic painters, when the country and its wilderness were symbols of freedom and independence; to the works of contemporary artists, with references to global discussions on the value of the unspoilt land and the utilisation of resources. They reflect various ideas of the artists and simultaneously the trends of their period, although the artists’ guiding light remains artistic vision and personal interpretation. This extensive exhibition contains work by artists who have been influential in Icelandic art history from the beginning of the 20th century to the present time. Some of the work is brand new, created especially for this exhibition. It is two-fold; the historic part is in Kjarvalsstaðir but the 21st century artists will be shown in Hafnarhús. Important questions about the core of the exhibition will also be raised and speculated on in an extensive catalog and a program running alongside the exhibition. The exhibition is a part of Reykjavík Art Festival 2018.