Dagsetning
18. júlí
kl. 12:45-15:30
Staðsetning
RÚV/Þingvellir
Skipuleggjendur
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Þingfundur á Þingvöllum

RÚV/Þingvellir

Þann 18. júlí verður haldinn hátíðarfundur Alþingis á Þingvöllum en þann dag var samningum um fullveldi Íslands lokið með undirritun sambandslaganna sem tóku gildi 1. desember 1918.  Þingfundurinn er hugsaður eins og fundir á Þingvöllum hafa verið á hátíðar- og minningarstundum í sögu þjóðarinnar og er ætlunin að samþykkja ályktun sem full samstaða er um. Áður en þingfundurinn hefst verður rætt við fólk úr ýmsum áttum um fullveldið og hvaða merkingu það hefur í huga þjóðarinnar.

Ríkissjónvarpið mun senda beint út frá Þingvöllum og hefst dagskráin kl. 12.45.

Að kvöldi 18. júlí, kl. 19.35, verður sýnd samantekt frá fundinum. 

Alþingi hefur veg og vanda að undirbúningi og framkvæmd hátíðarfundarins.