Dagsetning
1. desember
kl. 11:00-15:00
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Þingvellir, friðun og fullveldi

Þingvellir, Suðurland og Suðurnes

Á fullveldisdaginn verður ókeypis inn á nýja sýningu í gestastofu þjóðgarðsins á Þingvöllum. Gestum gefst færi á að spyrja starfsfólk út í sýninguna og Þingvelli.

Klukkan 11 verða afhjúpuð fræðsluskilti á nýju sýningunni sem lýsa hvernig friðunarhugmyndir Þingvalla mótast um líkt leyti og Ísland verður fullvalda þjóð 1918.

 Klukkan 14 er hátíðarguðsþjónusta í Þingvallakirkju og mun sr. Kristján Valur Ingólfsson þjóna fyrir altari.  Organisti er Guðmundur Vilhjálmsson.

Thingvellir – Sovereignty and Conservation „On the day of sovereignty, 01.12, the exhibition at Thingvellir National Park will be open and free of charge. A new installation about Thingvellir, sovereignity and conservation will open.“

Efst á baugi