Dagsetning
1. desember
kl. 11:00-12:30
Staðsetning
Aðalstræti 10, Höfuðborgarsvæðið
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Þjóðbúningana í brúk á aldarafmæli fullveldis Íslands

Aðalstræti 10, Höfuðborgarsvæðið

Aðalstræti 10 verður opið 1. des frá 11-17 í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Þar verður gestum boðin aðstoð við að klæðast eigin þjóðbúningum fyrir fullveldishátíðahöldin sem verða við Stjórnarráðið.

Félagar í Heimilisiðnarfélaginu verða þar í sínu fínasta pússi og aðstoða gesti við að klæðast eigin þjóðbúningum, svo sem festa höfuðbúnað og skotthúfur og hnýta peysufataslifsi. Þessi búningaaðstoð er í boði á milli kl. 11:00-12:30.

Fólk í þjóðbúningum, og aðrir gestir, ganga síðan frá Aðalstræti 10að Stjórnarráðshúsinu kl. 12:30 þar sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra seturfullveldishátíðina kl. 13 að viðstöddum Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands, Margréti II Danadrottningu  og Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Dana. 

Aðalstræti 10 verður opið á milli 11:00-17:00 þann 1. des 2018. Búningaaðstoð verður frá kl. 11:00-12:30. Í húsinu og bakbyggingu má sjá sýningarnar Reykjavík 1918 og Torfhúsabærinn Reykjavík sem opnaðar voru í maí síðastliðnum. Ókeypis aðgangur.

Ljósmyndasýningin REYKJAVÍK 1918 er samstarfsverkefni Þjóðminjasafns Íslands og Borgarsögusafns Reykjavíkur í tilefni aldarafmælis fullveldis Íslands og er styrkt af afmælisnefnd viðburðarins. Höfundur texta sýningarinnar er skáldið Sjón og kemst hann svo að orði um viðfangsefni sýningarinnar: „Er maður hugsar til fólksins sem lifði árið 1918 þykir manni ótrúlegt að það hafi haft tíma til þess að lifa svokölluðu venjulegu lífi, það hljóti að hafa verið of önnum kafið að takast á við hina sögulegu viðburði til þess að elska, vinna, dreyma og þjást. En líkt og við sjálf — sem einnig þykjumst lifa viðburðaríka tíma — átti það sér sína daglegu tilveru, í sinni litlu en ört vaxandi Reykjavík, og um það bera ljósmyndirnar á þessari sýningu vitni.“

TORFHÚSABÆRINN REYKJAVÍK fjallar um torfhús í Reykjavík frá upphafi landnáms til fyrstu áratuga 20. aldar. Í þúsund ár var Reykjavík torfhúsaþorp, svo tók við stutt timburhúsatímabil og í eina öld hefur Reykjavík verið steypuhúsabær. Sýninguna gerði Hjörleifur Stefánsson.

 

Aðalstræti 10 er hluti af Borgarsögusafni Reykjavíkur.

Reykjavík City Museum and The Icelandic Handcrafts Association will start the celebration of the 100th anniversary of Iceland's sovereignty 1 December 2018 in the historic house Aðalstræti 10 in Reykjavík at 11:00. Members of The Icelandic Handcrafts Association will assemble there in their national costumes to assist those that need help putting on their costumes. Thereafter at 12:30 everyone will walk from Aðalstræti 10 to the Government Offices where the main celebration will take place. Katrín Jakobsdóttir, Prime minister, Guðni Th. Jóhannesson, the President of Iceland, Margrethe II, Queen of Denmark, and Lars Løkke Rasmussen, Prime Minister of Denmark will attend the centenary celebrations. Aðalstræti 10 will be open between 11:00-17:00 on 1 December 2018. Costume assistance will be from kl. 11:00-12:30. Aðalstræti 10 holds two interesting exhibitions Reykjavík in 1918 and A Town of Turf Houses, both opened in May this year. Free admission.

Efst á baugi