Dagsetning
12. maí
kl. 13:00-14:00
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Þjóðkvæði og sagnadansar

Salurinn, Höfuðborgarsvæðið

Fjölskyldustund í Salnum þar sem sjónum verður beint að þjóðkvæðum og sagnadönsum með Evu Maríu Jónsdóttur miðaldafræðingi og Nönnu Hlíf Ingvadóttur sem spilar á harmonikku. Gestir fá þannig innsýn  í hvernig börn hafa hugsanlega skemmt sér allt frá landnámi. 

Viðburðurinn er liður í Fjölskyldustundum Menningarhúsanna í Kópavogi sem eru haldnar á hverjum laugardegi í Salnum, Bókasafni Kópavogs, Gerðarsafni eða Náttúrufræðistofu Kópavogs.