Dagsetning
9. september
Skipuleggjendur
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Þróun íslenskrar alþýðulistar og staða hennar í dag

Safnasafnið, bókasafn, Norðurland eystra

Íslensk alþýðulist átti mjög erfitt uppdráttar þegar Safnasafnið var stofnað 1995, mörg verk höfðu glatast, og lögðu stofnendur áherslu á að safna þrívíðum litlum gripum sem hætta var á að börn kæmust í, eða fengju að gjöf til að leika sér að og eyðileggðu. Starfsemi safnsins hefur breytt viðhorfi almennings til muna, og á síðustu árum hefur það öðlast góðan bandamann, List án landamæra, sem slær á svipaða strengi. Þetta starf hefur líka fengið aukinn hljómgrunn hjá opinberum stofnunum, listasöfnum og menningarsjóðum. Safnasafnið er eitt öflugasta alþýðulistarsafnið í Evrópu og fer þar saman frumlegt sýningarhald byggt á úttektum og rannsóknum, útgáfum og samstarfi sem teygir sig vítt og breytt, meðal annars til Norðrulandanna. Stjórn safnsins vill að almenningi gefist kostur á að kynnast því hvernig staðan hefur þróast frá því það tók til starfa, til dagsins í dag, og setur þetta kynningarefni fram í fyrirlestrum og umræðu sem varpar skýru ljósi á framvinduna. Safnasafnið er rannsóknarsetur um alþýðulist á Íslandi og stefnir að auknu samstarfi utan landssteinanna og er þá bæði litið vestur og austur um haf í leit að listhúsum og stofnunum sem standast alþjóðlega kröfur

 

Efst á baugi