Dagsetning
1.-31. október
Aðgangseyrir
Nei
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Lesum heiminn – textar um frelsi frá Bókmenntaborgum UNESCO

Ráðhús Reykjavíkur, Höfuðborgarsvæðið

Sýning á vegum Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO á textum frá Bókmenntaborgum UNESCO.

Í tilefni af 100 ára fullveldi Íslands bregður Bókmenntaborgin Reykjavík á leik með tilvitnunum frá Bókmenntaborgum UNESCO. Textarnir fjalla allir um frelsi og/eða sjálfstæði í sem víðustum skilningi þessara hugtaka og er ætlað að vekja okkur til umhugsunar um hugtakið frelsi og þýðingu þess fyrir okkur sem einstaklinga eða þjóðir.

 Á sýningunni  eru sýndar tilvitnanir úr ljóðum og prósaverkum frá 19 Bókmenntaborgum  UNESCO víðs vegar um heiminn en alls eru Bókmenntaborgirnar nú 28. Einnig er hægt að lesa meira um borgirnar og skáldin á vef Bókmenntaborgarinnar, bokmenntaborgin.is, á sýningartímanum.

An exhibition, hosted by the Reykjavík UNESCO City of Literature, of texts from 19 UNESCO Cities of Literature around the world. The texts deal with and explore independence, freedom of thought and spirit and sovereignty in a broad sense. The texts are diplayed on walls in the public space of the Reykjavík City Hall in their original language as well as English.