Dagsetning
11. ágúst
kl. 12:00-15:00
Skipuleggjendur
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Töfraganga

Edinborgarhúsið , Vestfirðir

Töfraganga er árlegur viðburður í Ísafjarðarbæ og markar lokin á sumarnámskeiði sem nefndist Tungumálatöfrar.  Í ár er gangan tileinkuð fullveldisafmælinu.  Tungumálatöfarar er tungumálanámskeið sem leggur áherslu á að fjöltyngd börn fái íslenskukennslu í gegnum skapandi kennslu. Námskeiðið fer fram 6. - 10. ágúst og lýkur með Töfragöngunni 11. ágúst. Töfragangan er gengin frá Edinborgarhúsinu niður í neðsta. Þar fleyta börnin bátum sínum og fara í leiki. Boðið verður upp á matarupplifun þar sem fólk frá ýmsum heimshornum eldar rétti frá upprunalöndum sínum. 

Töfragangan (The Language Parade) is a celebration of diversity and the final day of a summer course for children called language magic. The parade is open to everybody living and visiting Ísafjarðarbær. It starts at 12 noon by Edinborg and heads to Neðstikaupstaður in the harbour area. Sing along, play and food feast for everybody. People are encouraged to bring flags, customs and props that create a festival atmosphere.