Dagsetning
26. október
kl. 17:00-19:00
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Tónleikar á vegum Tónlistarskólans í Stykkishólmi

Stykkishólmur, Vesturland

Opið hús - söngstund

Föstudaginn 26. október bjóðum við bæjarbúum í heimsókn í tónlistarskólann í tilefni Norðurljósahátíðarinnar og 100 ára fullveldisafmælis Íslands.

Í sal skólans verður söngstund þar sem hljómsveit hússins skipuð starfsfólki skólans leikur undir. Lögin sem verða sungin eru öll íslensk, bæði gömul og ný, allt saman kunnugleg lög sem þjóðin hefur sungið og syngur enn. Söngstundin hefst kl. 17:00 og eru allir hjartanlega velkomnir.

Starfsfólk Tónlistarskóla Stykkishólms