Dagsetning
6. júní
kl. 17:00-20:00
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

ÚT ÚR SKÁPNUM - ÞJÓÐBÚNINGANA Í BRÚK!

Byggaðasafn Snæfellinga og Hnappdæla, Vesturland

 Gestir frá Heimilisiðnaðarfélagi Íslands koma í heimsókn í Norska húsið - BSH miðvikudaginn 6. júní kl. 17-20. Þetta eru þær Oddný Kristjánsdóttir klæðskeri og kennari í þjóðbúningasaumi og Dóra G. Jónsdóttir gullsmiður og sérfræðingur í búningasilfri. Boðið verður upp á fræðslu um þjóðbúninga og búningaasilfur og þá sérstaklega geymslu þeirra og varðveislu. Gestum býðst að koma með eigin búninga til skoðunar til dæmis með tilliti til að kanna möguleika á lagfæringum og breytingum. Einnig er kjörið að koma með búninga, búningahluta og búningasilfur og fá um þá upplýsingar.

Út úr skápnum - þjóðbúningana í brúk! er yfirskrift verkefnis sem Heimilisiðnaðarfélagið stendur fyrir í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins. Markmiðið er að hvetja landsmenn til að draga fram þjóðbúninga sem víða leynast í skápum. Sérstaklega er hvatt til þess að ungar konur klæðist búningum formæðra sinna, með því flyst sá menningararfur sem felst í þjóðbúningum á milli kynslóða.

Boðið verður upp á veitingar í hléi - allir velkomnir.
Skráning fer fram hjá Hjördísi Pálsdóttur í síma 865-4516 eða netfangið hjordis@norskahusid.is