Dagsetning
8. apríl
kl. 13:00-16:00
Aðgangseyrir
Nei
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

ÚT ÚR SKÁPNUM - þjóðbúningana í brúk!

Nethylur 2e, Höfuðborgarsvæðið

Víða leynast í skápum, kössum og koffortum þjóðbúningar og búningahlutar svo sem peysuföt, upphlutir, svuntur, slifsi, skotthúfur, skúfar, hólkar og annað búningasilfur. Heimilisiðnaðarfélagið hvetur til þess að gersemarnar séu dregnar fram í dagsljósið og teknar í brúk.

Í tilefni fullveldisafmælisins er almenningi boðið að koma í húsnæði Heimilisiðnaðarfélagsins með þjóðbúninga og búningahluta til skoðunar og mátunar. Sérfræðingar á staðnum til ráðgjafar og ráðlegginga gestum að kostnaðarlausu. Á staðnum er aðstaða til að máta.