Dagsetning
7.- 9. september
Staðsetning
Moskva, Rússland, Erlendis
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Útgáfa Skugga-Baldurs eftir Sjón á rússnesku

Moskva, Rússland, Erlendis

Inostrannaya literatura tileinkaði norrænum bókmenntum hausttölublað sitt og var þriðjungur ritsins lagður undir Skugga-Baldur eftir Sjón sem birtist þarna á rússnesku í heild sinni auk þýðinga á ljóðum eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur og Sigurlínu Bjarneyju Gísladóttur. Útgáfudagskrá í þremur viðburðum fór fram í Moskvu dagana 07.-09. september 2018 með þátttöku Sjón.

Norrænn morgunverður í Dostoévský bókasafninu með hringborðsumræðum var fyrsti viðburðurinn. Norrænt kvöld í Nýlistasafni Moskvu með upplestrum á frummáli og þýðingum var sérlega vel sótt. Síðast en ekki síst var Sjón aðalstjarnan á norrænni dagskrá Bókmenntahátíðarinnar í Moskvu sem fram fór í VDNKh og er sótt af þúsundum.

The Russian Literature Journal "Inostrannaya literatura" dedicated its autumn issue to Nordic Literature where Iceland held the position of honour due to 100 years of Sovereignty. The Icelandic novella "Skugga-Baldur" (kept its original name in the Russian translation) by Sjón - Sigurjón Birgir Sigurðsson - was the main subject of the issue as well as publishing Russian translations of poetry by Ingibjörg Haraldsdóttir and Sigurlín Bjarney Gísladóttir.