Dagsetning
16. júní
kl. 15:30-17:30
Skipuleggjendur
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Vaki þjóð: Ævi og störf Þorsteins Valdimarssonar, skálds

Mikligarður, Vopnafirði, Austurland

Menningardagskrá í Miklagarði, Vopnafirði, 16. júní 2018 kl. 15:30

Í dagskránni verður fjallað um sögu og flutt verk Þorsteins Valdimarssonar, skálds sem fæddist á fullveldisárinu 1918.

Opnun: Trausti Þorsteinsson,  dósent, Háskólanum á Akureyri

Kórsöngur: Kirkjukór Vopnafjarðar. Stjórnandi Stephen Yates

Erindi: „Á ljóðaslóð í Svanalandinu.” Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, lektor, Háskóla Íslands

Söngur: Nemendur í Tónlistarskóla Vopnafjarðar

Erindi: ,,Geym vel það ei glatast má". Örn Björnsson, nemandi í kennaradeild Háskólans á Akureyri

Kórsöngur: Karlakór Vopnafjarðar. Stjórnandi Stephen Yates

Upplestur á ljóðum:  Nemendur í Vopnafjarðarskóla

Einsöngur: Michael Jón Clarke, undirleikari Helena Guðlaug Bjarnadóttir.

Myndagrúsk á Vopnafirði opnar sýningu á myndum sem tengjast ævi Þorsteins Valdimarssonar.

Í lok dagskrár mun Ungmennafélagið Einherji sjá um kaffiveitingar í boði aðstandenda samkomunnar.

Þeir sem standa að þessari dagskrá eru:

Erlusjóður, Menningarmálanefnd Vopnafjarðarhrepps og Ungmennafélagið Einherji. 

Helstu styrktaraðilar eru: Erlusjóður, 100 ára fullveldi Íslands,  Uppbyggingarsjóður Austurlands og Bílaleiga Akureyrar.