Dagsetning
16. maí
kl. 20:00-21:30
Skipuleggjendur
Aðgangseyrir
Nei
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Vegferð til velferðar - Jafnréttismál

Norræna félagið, Óðinsgötu 7, Höfuðborgarsvæðið

Í maí 2017 hélt Norræna félagið alþjóðlega ráðstefnu fyrir aðildafélög Eystrasaltsráðs frjálsra félagasamtaka. Á þeirri ráðstefnu var sjónum m.a. beint að jafnréttismálum í víðri merkingu þess hugtaks og farið var sérstaklega yfir þátt Vigdísar Finnbogadóttur. Fjallað var almennt um jafnrétti kynjanna, konur sem hafa rofið glerþakið, Barbershop verkefni utanríkisráðuneytisins var kynnt og þá var fjallað um jafnrétti kynþátta og jafnrétti kynhneigðar. Við viljum taka umræðuna áfram og velta fyrir okkur hver næstu skref jafnréttisbaráttu verða og staða jafnréttis á Norðurlöndum. Getur stytting vinnuvikunnar haft jákvæð áhrif á jafnrétti kynja.

Fyrirlesturinn er hluti af verkefni Norræna félagsins Vegferð til velferðar - 100 ára fullveldi Íslands.