Dagsetning
1. desember
kl. 13:00-12:30
Aðgangseyrir
Nei
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Farsæl, fróð og frjáls

Rýmd, listagallerí í Breiðholti , Höfuðborgarsvæðið

Farsæl, fróð og frjáls

Rýmd, 1. desember 2018

 Sýningin Farsæl, fróð og frjáls fagnar 100 ára fullveldisafmæli Íslands með feminískum hætti og minnist Huldu skáldkonu. Texti Huldu er útgangspunktur sýningarinnar og mun fara fram meðal annars upplestrarmaraþon á ljóðum Huldu skáldkonu.

 Fylgið okkur í ferð til rómantíska tímabilsins þar sem ástin, þráin til að ferðast til fjarlægra landa en augað fyrir fegurðinni í nærumhverfinu ræður ríkjum. Á sýningunni er áhorfandanum boðið að setjast og fletta í gegnum bækurnar hennar Huldu, hlusta á útgefin lög við ljóðin hennar eða hlýða á upplestur. Útópísk náttúrufegurðin - hvaða þýðingu hefur hún í dag? Skálkona, löngu gleymd eins og svo margar. Sýningin er homage til hennar, til Huldu, huldukonunnar, konu sem við vitum af en þekkjum þó ekki.

            Titill sýningarinnar er fenginn úr ljóðinu Hver á sér fegra föðurland og á við um landið sjálft, en gæti hæglega átt við um Huldu sjálfa, skáldkonuna, sem lét að sér kveða í lokuðu listasamfélagi karla.

 Sýningin er samtal tveggja myndlistarkvenna samtímans við Huldu skáldkonu eða Unni Benediktsdóttur Bjarklind (1881 - 1946). Verk hennar, sem fyrst komu út fyrir 100 árum síðan eiga fullt erindi enn þann dag í dag, og þá mynd sem hún dregur upp af Íslandi og hugarheimi kvenna hefur sláandi lítið breyst. Þann 1. desember 2018 eru 100 ár frá því að Ísland varð fullvalda. Að því tilefni er tilvalið að rýna í það sem átt hefur sér stað á þeirri öld sem síðan hefur liðið, skoða sögu og hugmynd okkar sem, í raun, nýja þjóð. Hulda lagði margt til þessara fyrstu ára fullveldisins með skrifum sínum en engin formleg frásögn af ævi hennar hefur verið skrifuð og eru bækur hennar að miklu leyti í óaðgengilegum geymslum á bæjarreknum stofnunum og sjaldséðar hjá fornbókasölum. Hún steig inn í karllægan heim skálda og gaf ekkert eftir. Þó kaus hún að notast við dulnefni og kom hennar rétta nafn ekki fram fyrr en síðla á hennar skáldaferil. Hulda ruddi brautina fyrir þær listakonur sem á eftir henni komu og lagði sitt að mörkum til íslenskrar menningararfleiðar sem að réttu ætti að vera jöfnu; kvenlæg sem karllæg.

 Harpa Dís Hákonardóttir (1993) býr og starfar í Kópavogi. Hún vinnur með þríviða miðla, texta og innsetningar. Í vor lýkur hún BA í myndlist frá Listaháskóla Íslands. Vorönn 2018 var hún skiptinemi við Gerrit Rietveld akademíua í Amsterdam, Hollandi.

 Hjördís Gréta Guðmundsdóttir (1994) vinnur með málverk, og mismunandi miðla út frá hugmyndafræðilegum grunni, og býr í Hafnarfirði. Hún er á sínu þriðja ári í bakkalárnámi við myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Vorönnina 2018 varði hún í New York fylki í Bandaríkjunum og stundaði skiptinám við Nýja skólann, eða Parsons, The New School í Manhattan.

 Allar upplýsingar og nákvæma dagsskrá má finna hér: https://www.facebook.com/events/212672352967272/

 

Tengiliður vegna viðburðarins er Harpa Dís Hákonardóttir, sími: 821 - 9314, netfang: harpa16@lhi.is.

 

- Successful, Knowledgeable and Free Rýmd, 1. December 2018 Follow us on a trip to the romantic poetry era, take a look at love, longing to travel far, far away and take a look at the beautiful nature surrounding us. Take a look at the utopian world - does it still have a meaning today? A poet, forgotten a long time ago like so many others. This exhibition is an homage to her, to Hulda the hidden woman, the woman that is both known and unknown to us. For Hulda, poetics were a tool to reshape and create universes of freedom and beauty. Her rich contribution to the icelandic community has paved the path for women to step into the world of writing, or any profession, and think forward to a more equality conscious world. She knew exactly how to put the picturesque landscape of Iceland in to words and more than that, she pushes the borderlines of 103.000 km² by bringing the reader into her unworldly environment, into foreverness, filled with the desire to be one with the complete stillness of nature. She was Successful, Knowledgeable and Free. Hulda´s works are mostly forgotten and unavailable. By opening her books that have almost become fossil-like, placing us in Hulda´s steps and through a dialogue the old became new, current perhaps even. By transcribing her writings to a new platform a 110 years after she first got published, it is possible understand the larger themes that both characterize her work and have influenced younger writers today. The exhibition Successful, Knowledgeable and Free drives to revisit Hulda´s work and pull them out in order to make them more accessible and public. Hulda set the stage for future generations and made Icelandic culture what it is today, realistically both female and male, though throughout time, one sex has too often been silenced. Harpa Dís Hákonardóttir (born 1993) is an Icelandic artist based in Kópavogur. She works with three dimensional objects, performance and writing. She is studying at the Iceland University of the Arts in Reykjavík and in the spring of 2018 she participated in the Fine Arts program at Gerrit Rietveld Academie, in Amsterdam. Hjördís Gréta Guðmundsdóttir (born 1994) is a Hafnarfjörður based artist, currently studying at the Iceland University of the Arts. Her practice involves painting and mixed media. She went on an exchange program at Parsons, The New School in New York City during the spring semester of 2018.

Efst á baugi