Dagsetning
1. desember
kl. 11:00-12:30
Aðgangseyrir
Nei
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Við erum lykillinn að ...

Háskólatorg, Háskóla Íslands, Höfuðborgarsvæðið

Stúdentar munu sameinast og halda daginn hátíðlegan að morgni 1. desember. Viðburðir verða á fimm mismunandi stöðum og munu öll stúdentafélögin, námsmenn erlendis og LÍS bjóða upp á mismunandi atriði, öll byggð á sama grunni; „Við erum lykillinn að …“. Hann byggist á eftirfarandi yfirheiti: Það þýðir í grunninn að við sem stúdentar berum ábyrgð á næstu 100 árum af fullveldi Íslands. Við munum horfa til framtíðar, hvað við ætlum að gera og getum gert til þess að nýta okkur fullveldið til framfara og ekki leyfa því að verða að sjálfsögðum hlut!

Þessum skilaboðum verður komið á framfæri með nýstárlegum og gagnkvæmum hætti sem ætti að vekja athygli allra.

Í Háskóla íslands mun Stúdentaráð Háskóla Íslands vera með sína eigin dagskrá sem felur í sér ræðuhöld, söng og ljóðalestur. Þá verður Samband íslenskra námsmanna erlendis einnig með atriði innan þessarar dagskrár þar sem litið verður um öxl og fjallað um mikilvægi stúdenta í fullveldisbaráttunni sjálfri. Í framhaldinu verður litið til þess hvernig við getum litið á þann kraft sem innblástur fyrir næstu 100 árin. Landssamtök íslenskra stúdenta verða einnig með viðburð innan þessarar dagskrár.

Tengiliður vegna viðburðarins er Sonja Sigríður Jónsdóttir, sími: 857 7042, netfang: shi@hi.is.

Efst á baugi